Kveikti sér í sígarettu á Eddunni

Fannar kveikti sér í sígarettu uppi á sviði.
Fannar kveikti sér í sígarettu uppi á sviði. mbl.is/Styrmir Kári

Kveikt var í sígarettu uppi á sviði og opnaður bjór áður en tilkynnt var hver hlaut Edduverðlaunin í flokknum Barna- og unglingaefni.  

Sökudólgarnir voru Hraðfréttamennirnir Fannar Sveinsson og og Benedikt Valsson.  „Með krakkana verður maður að passa sig á því að vera fyrirmynd og sýna bestu hliðarnar á sér,“ sagði Fannar þegar hann kveikti í sígarettunni. „Þegar maður er að gera sjónvarp verður maður að vera besta útgáfan af sjálfum sér.“

Þátturinn Ævar vísindamaður hlaut verðlaunin. Í þakkarræðu sinni hvatti umsjónarmaður hans, Ævar Þór Benediktsson, fjölmiðla til að fjalla meira um barnamenningu. „Barnaefni er ekki uppfyllingarefni. Efni fyrir börn skiptir máli,“ sagði hann.

Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), fer fram í kvöld á Hilton Reykjavík Nordica -hótelinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina