18 tilefni til Júródrykkju

Það má svo sannarlega taka aukasopa þegar Mans býður Evrópu …
Það má svo sannarlega taka aukasopa þegar Mans býður Evrópu gott kvöld. AFP

Til eru ýmsar útgáfur af Eurovision drykkjuleikjum en sú vinsælasta og einfaldasta felst einfaldlega í því að drekka hvenær sem eitthvað klisjukennt á sér stað á skjánum, veri það í undanúrslitum eða á lokakvöldinu. Fyrri undankeppni ársins 2016 fer fram annað kvöld, eins og allir ættu að gera sér grein fyrir, og því þótti Telegraph ekki seinna vænna en að birta vænan lista yfir allar þær klisjur sem vert er að skála fyrir.

Fjörið þarf að sjálfsögðu ekki að felast í áfengum veigum, enda er það vonandi fremur listin að taka eftir júróklisjum sem kætir en sopinn. Hvað sem því líður má hér sjá lista Telegraph yfir tilefni til Júródrykkju:

Þegar það er vindvél
Það er næstum því í reglunum að gola þurfi að leika um leggi söngvaranna öllum stundum.

page song neogaf contest europe

Orðið „hjarta“ eða „ást“ kemur fyrir
Þessir væmnu Evrópubúar.

Graham Norton móðgar einhvern
Þau okkar sem styðjast við íslensku lýsinguna geta snúið þessu upp í að drekka í hvert sinn sem Gísli Marteinn segir einhverja vera „góðkunningja íslenska hópsins“.

eurovision graham norton

 Írland flytur ballöðu
Það er árviss viðburður

Einhver á sviðinu klæðist þjóðlegum búning
Enginn mun þó nokkurn tíma taka sig jafn vel út og ömmurnar 2012.

eurovision-gifs:Iceland at Eurovision Song Contest 2006-2015

Kynferðislegir undirtónar
Við munum öll eftir mjaltakonunum pólsku.

Söngvari skiptir um tungumál í miðju lagi
Montrassar.

Eurovision hækkun
Taktu tvo sopa ef hækkuninni fylgja svipbrigði sem gefa til kynna að flytjandinn sé að fá hríðir.

eurovision-gifs:Iceland at Eurovision Song Contest 2006-2015

Flytjandinn notar lagið til að senda pólitísk skilaboð
Það finnst ekki betri tími til að pirra ríkisstjórnina sína.

eurovision

Land sem er ekki í Evrópu birtist
Þrír sopar ef þú getur ekki fundið það á korti.

Lagið hljómar eins og það sé sungið af brjáluðum eltihrelli
Europop á sínar myrku hliðar.

Einhver hendir af sér flík
Þið græðið ekkert fleiri stig á því krakkar.

news things uk metro eurovision

Flugeldar á sviðinu
Tveir sopar ef reykvélin lítur við.

Textarnir meika engann sens
„Mér leiddist hér um tíma, nú langar mig með þér“

Kynnarnir segja eitthvað pirrandi
Hvar finna þeir þetta fólk?

russia john oliver ukraine eurovision

Ríki gefur nágrönnum sínum 12 stig
Já, við erum að tala um ykkur Austur-Evrópa.

Ríki gefur Bretlandi núll stig
Hvað, aftur?

eurovision sideeffects

Það verða tæknileg mistök þegar löndin gefa upp atkvæði sín
„Ertu þarna Brussel?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson