Er meira en bara kærasta Brooklyn Beckham

Brooklyn Beckham og Chloe Grace Moretz stilla sér upp fyrir …
Brooklyn Beckham og Chloe Grace Moretz stilla sér upp fyrir ljósmyndara. AFP

Leikkonan Chloë Grace Moretz er orðin hundleið á því að vera kölluð „kærasta Brooklyn Beckham“, enda hefur hún sjálf unnið sér margt til frægðar.

„Í alvörunni, þið vitið ekki hversu oft mér er bara lýst sem kærustu Brooklyn Beckham. Ég hugsa þá með sjálfri mér, ég hef líka verið að leika í 13 ár, en hvað um það?“ sagði unga leikkonan í samtali við Glamour Magazine.

Moretz er þó hæstánægð með kærastann, enda eru þau bæði vön sviðsljósinu og geta því stutt hvort annað.

„Ein ástæða þess að það er svo frábært að eiga í sambandi við hann er sú að við skiljum bæði hvernig það er þegar líf okkar eru rifin í tætlur og atburðir settir á svið.“

Frétt Mirror

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tími til þess að þú lyftir lokinu af verkefni sem þú hefur verið að vinna að í leynum. Nýttu þér þetta og skapaði ánægjulegar minningar fyrir framtíðina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tími til þess að þú lyftir lokinu af verkefni sem þú hefur verið að vinna að í leynum. Nýttu þér þetta og skapaði ánægjulegar minningar fyrir framtíðina.