Pitt fer fram á sameiginlegt forræði

Brad Pitt og Angelina Jolie eiga sex börn saman. Hér …
Brad Pitt og Angelina Jolie eiga sex börn saman. Hér sjást þau ásamt nokkrum barna sinna árið 2013. AFP

Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur farið fram á sameiginlegt forræði yfir börnum sem hann á með bandarísku leikkonunni Angelinu Jolie. Þetta kemur fram í dómskjölum, að því er segir á vef BBC.

Jolie, sem sótti um skilnað frá Pitt í haust, hafði farið fram á að henni yrði einni veitt fullt forræði yfir börnum þeirra sex, en þau eru á aldrinum sjö til fimmtán ára.

Jolie sótti um skilnað 19. september en hún sagði ástæðuna vera ósættanlegan ágreining.

Greint hefur verið frá því að verið sé að rannsaka atvik sem varð um borð í einkaþotu á milli þeirra Pitt og Maddox, sem er elsti sonur þeirra hjóna. Málið er á borði barnaverndaryfirvalda í Los Angeles, en atvikið átti sér stað um miðjan september.

Leikararnir hafa komist að samkomulagi til bráðabirgða sem gerir Pitt kleift að heimsækja börnin sín á meðan rannsókninni stendur yfir. 

Dómstólar í Kaliforníu veita foreldrum alla jafna sameiginlegt forræði, en talið er að atvikið um borð í flugvélinni geti haft áhrif á endanlega ákvörðun dómarans. Þá er talið að Pitt og Jolie reyni að komast að samkomulagi til að koma í veg fyrir að fjallað verði um málið fyrir opnum tjöldum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson