Jolie endurnýjar kynnin við fyrrverandi

Leikkonan Angelina Jolie.
Leikkonan Angelina Jolie. AFP

Leikkonan Angelina Jolie og fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Jonny Lee Miller, fóru út að borða saman í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem Jolie hittir fyrrverandi eiginmann sinn. 

Eftir kvöldmatinn yfirgáfu þau Miller staðinn saman en það var Miller sem keyrði bílinn eins og myndir á vef Daily Mail sýna. Jolie vakti mikla athygli í júní þegar hún heimsótti Miller í New York. Miller er ekki eini maðurinn sem Jolie hefur sést með en hún hefur sést reglulega með tónlistarmanninum The Weeknd. 

Jolie hefur ekki átt í opinberu sambandi síðan þau Brad Pitt tilkynntu skilnað árið 2016. 

Miller og Jolie eiga langa sögu en þau kynnt­ust í tök­um á mynd­inni Hackers árið 1995. Þau féllu hvort fyr­ir öðru og gengu í hjóna­band í mars 1996 en þá var Jolie aðeins tví­tug. Þau hættu sam­an í sept­em­ber ári síðar en gengu ekki form­lega frá skilnaðinum fyrr en árið 1999.

Angelina Jolie sást með fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Lee Miller, …
Angelina Jolie sást með fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Lee Miller, í vikunni. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.