Söngkonan Beyonce fæddi tvíbura

Beyonce og Jay Z.
Beyonce og Jay Z. AFP

Söngkonan Beyonce og eiginmaður hennar, rapparinn Jay Z, hafa eignast tvíbura, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla.

Þar með eiga hjónin þrjú börn en þau eiga fyrir hina fimm ára Blue Ivy.

Tímaritin People og US Weekly greindu fyrst frá komu tvíburanna í heiminn og vöktu tíðindi gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum.

Þar velta aðdáendur þeirra fyrir sér kynjum tvíburanna og nöfnum.

Fréttastöðin E! sagði frá því að sést hefði til hjónanna á sjúkrahúsi í Los Angeles á fimmtudag.

mbl.is