Bikiníbomba á sextugsaldri

Elizabeth Hurley er í fanta formi.
Elizabeth Hurley er í fanta formi. skjáskot/Instagram

Leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley er kannski komin á sextugsaldurinn en hún er alls ekki orðin of gömul til þess að ganga um í litlu bleiku bikiníi. 

Ekki nóg með það að Hurley lítur glæsilega út í bleika bikiníinu heldur hannaði hún það einnig en Hurley er með sundfatamerkið Elizabeth Hurley Beach. 

Fyrir utan að hanna sundfatnað leikur Hurley í þáttunum The Royals sem sýndir eru á E! sjónvarpsstöðinni. Er þáttaröðin sú fyrsta sem er skrifuð fyrir sjónvarpsstöðina sem hefur verið þekkt fyrir raunveruleikasjónvarpsþáttaraðir sínar. 

Elizabeth Hurley.
Elizabeth Hurley. mbl.is/AFP
mbl.is