Ýtti Melaniu Trump út af sviðinu

Donald Trump þakkaði eiginkonu sinni fyrir með því að taka …
Donald Trump þakkaði eiginkonu sinni fyrir með því að taka í hendina á henni. mbl.is/AFP

Melania Trump kynnti eiginmann sinn, Donald Trump Bandaríkjaforseta, til leiks þegar þau heimsóttu hermenn í Maryland á föstudaginn. Forsetinn þakkaði henni kynninguna með því að taka í höndina á henni og ýta henni ákveðið út af sviðinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klaufaleg samskipti þeirra hjóna nást á filmu en þau eru ekki beint þekkt fyrir að sýna ást sína opinberlega. Forsetafrúin sló meðal annars til eiginmanns síns þegar hann reyndi að leiða hana í opinberri heimsókn í Ísrael fyrr á þessu ári. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.