Hætt með Christensen eftir 10 ár

Rachel Bilson á eitt barn með leikaranum Hayden Christensen.
Rachel Bilson á eitt barn með leikaranum Hayden Christensen. mbl.is/AFP

Leikaraparið Rachel Bilsin og Hayden Christiansen er sögð vera hætt saman. Heimildarmaður staðfesti það við Us Weekly. 

Samkvæmt heimildarmanni eyðir Bilson nú sínum tíma í Los Angeles á meðan Christansen er í Toronto. Þau hafi ekki verið saman í nokkra mánuði. 

Leikararnir kynntust við tökur á myndinni Jumper sem kom úr árið 2008. Þau trúlofuðu sig síðan í desember 2008. Þrátt fyrir að hafa slitið trúlofunni í nokkra mánuði árið 2010 byrjuðu þau saman aftur og eignuðust saman dótturina Briar Rose árið 2014. 

Bilson sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C á meðan Christansen hefur meðal annars leikið í Star Wars. 

mbl.is