Hárið klippt út af forsíðumyndinni

Lupita Nyong'o var ekki sátt með hvernig farið var með ...
Lupita Nyong'o var ekki sátt með hvernig farið var með hár hennar á tímaritsforsíðu. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o er ósátt við breska tímaritið Grazia en forsíðumynd af henni var breytt þannig að tagl hennar var fjarlægt og hárið á kollinum virtist sléttara. 

Nyong'o birti forsíðumyndina ásamt upprunalegu myndinni á Instagram. Við myndina skrifaði hún síðan að hún hefði alist upp við að það væri fallegt að vera með ljósa húð og slétt hár. Þrátt fyrir það væri hún ánægð með húðlit sinn og úfna hárið. 

Leikkonan segir að ef tímaritið hefði ráðfært sig við hana varðandi breytingarnar sem gerðar voru í eftirvinnslu hefði hún útskýrt að hún gæti ekki stutt það. Grazia UK setti afsökun á Twitter en kenndi eiginlega ljósmyndaranum um þar sem tímaritið segist ekki hafa beðið um að myndinni yrði breytt eins og gert var. 

mbl.is