Sat Mariah Carey á ósýnilegum stól?

Mariah Carey er líklega búin að vera dugleg í ræktinni ...
Mariah Carey er líklega búin að vera dugleg í ræktinni að undanförnu. mbl.is/AFP

Jólin eru háannatími hjá söngdívunni Mariuh Carey. Það er spurning hvort ósýnilegur stóll hafi verið á óskalistanum hennar fyrir síðustu jól en stelling sem Carey var í þegar hún gaf eiginhandaráritanir á dögunum hefur vakið furðu. 

Stellingin bendir til þess að hún sitji í stól en stóllinn var enginn nema hann hafi verið ósýnilegur eins og reyndar sumir vilja meina. Verður þó að teljast líklegt að Carey hafi verið dugleg að mæta í ræktina í haust og sé einfaldlega með svona sterka lærvöðva. 

mbl.is