Þriggja mánaða með 165 þúsund fylgjendur

Alexis Olympia Ohanian er ekki gömul en strax orðin vinsæl ...
Alexis Olympia Ohanian er ekki gömul en strax orðin vinsæl á samfélagsmiðlum. skjáskot/Instagram

Alexis Olympia Ohanian er rétt rúmlega þriggja mánaða en hún kom í heiminn 1. september á þessu ári og aðeins nokkurra daga gömul fékk hún sérstakan Instagram-reikning. Nú, þegar desember er tæplega hálfnaður, er hún komin með 165 þúsund fylgjendur. 

Vinsældir litlu stelpunnar koma kannski ekki á óvart en foreldrar hennar eru tennisstjarnan Serena Williams og Reddit-stofnandinn Alexis Ohanian. Á meðan litla Ohanian er með mörg þúsund fylgjendur fylgist hún einungis með mömmu sinni, pabba sínum og móðursystur sinni, tennisstjörnunni Venus Williams. 

Á Instagram segir nýjasti fjölskyldumeðlimurinn að myndirnar af sér komi frá mömmu sinni og pabba. Nýbökuðu hjónin og foreldrarnir eru dugleg að setja inn myndir af litlu stelpunni og má sjá hana í hversdagslegum athöfnum sem og við fín tilefni eins og í brúðkaupi foreldra sinna.

Grandma and I get best picture

A post shared by Alexis Olympia Ohanian, Jr. (@olympiaohanian) on Nov 20, 2017 at 12:37pm PST

Daddy knows how much I love leopard print.

A post shared by Alexis Olympia Ohanian, Jr. (@olympiaohanian) on Nov 22, 2017 at 7:12am PSTWhen you realize you’re the hero Gotham needs.

A post shared by Alexis Olympia Ohanian, Jr. (@olympiaohanian) on Oct 31, 2017 at 3:35pm PDT 

mbl.is