Kórónan fer Meghan vel

Meghan Markle er ekki að fara máta kórónu í fyrsta ...
Meghan Markle er ekki að fara máta kórónu í fyrsta skipti þegar hún giftir sig. mbl.is/AFP

Meghan Markle mun nota kórónur stöku sinnum þegar hún giftist Harry Bretaprins og gengur inn í bresku konungsfjölskylduna. Þrátt fyrir að vera ekki konungborin hefur hún verið kölluð drottning og gengið með kórónu. 

Mynd af Meghan af skólaballi af unglingsárunum gengur nú um netið. Myndin hefur vakið sérstaka athygli þar sem Meghan er með kórónu á myndinni eftir að hafa verið kosin skóladrottning. 

mbl.is