Yrsa sópar til sín stjörnum í Danmörku

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg

Aflausn Yrsu Sigurðardóttur er „vel skrifuð, heillandi og spennandi“ segir gagnrýnandi Politiken, Bo Tao Michaelis, og gefur bókinni fimm hjörtu af sex mögulegum en hann er einn helsti sérfræðingur Dana í glæpasögum. Í dómi sínum skrifar hann að Yrsa hafi verðskuldað það að fá Palle Rosinkrantz-verðlaunin fyrir bestu glæpasöguna í Danmörku í fyrra fyrir bókina DNA. Svo skemmtilega vill til að hann afhenti henni sjálfur verðlaunin á glæpasagnamessunni í Horsens.

Bo Tao segir að Yrsa sé ekki þekkt fyrir að vera tepruleg í verkum sínum. 

„Dauðinn getur bæði verið ruddalegur og beiskur. En líkt og í hinum frábæru Íslendingasögum er dauðinn bein afleiðing og hluti af lífinu – og þegar best lætur umvafinn virðingu, sæmd og stolti. Hér er nánast um slátrun að ræða sem knúin er áfram af hvatvísi og kvalalosta. Þar sem ástæðan tengist einelti, vægðarlausum, kaldrifjuðum og tilgangslausum eltingarleik stálpaðra barna við þá sem eru sérkennilegir og öðruvísi.

Sagan spinnur sig með kraftmiklum hætti út frá sínum glæpsamlega kjarna yfir í hið dulda og ruglingslega (ástar)samband milli hins stælta og fáláta lögreglumanns Huldars og hinnar teprulegu og fögru Freyju sem starfar sem barnasálfræðingur. Og síðasta hornið í ástarþríhyrningnum er svo hin stuttklippta Erla með sitt lesbíska orðspor, en hún er yfirmaður Huldars og full gremju vegna einnar nætur gamans sem hún átti með honum.

Hver nær ástum hvers í þessum mjög svo íslenska ástarþríhyrningi er hluti af hinni heillandi fléttu. Það er samtímis eitthvað djarft og vandræðalegt yfir þessum flóknu samskiptum þar sem gengur á með miklu gríni og djúpri grimmd.

Yrsu tekst vel að lýsa með huglúfum hætti samfélagi sínu langt í norðri þar sem stæðilegir karlar og stoltar konur eru ekki að eyða orðum í óþarfa. Eins og þar sem í besta Íslendingasagnastíl stendur: „Sem betur fór var Huldar sterkari og reiðari og hafði komið honum í skilning um þetta með hnefunum.“ Fordómafullur kjáni hélt því eitt sinn fram að Íslendingar væru Norðmenn með kímnigáfu. Sem að sjálfsögðu er hrein þvæla. Íslendingar búa yfir harðsoðnum og gagnorðum húmor sem þeir bera fram með sínum sérstaka hætti. Ef þú hefur þegar heillast af Íslandi verðurðu gjörsamlega gagntekinn eftir að hafa lesið þessa grípandi og spennandi glæpasögu um glæpi og refsingu á hinni síðnútímalegu sagnaeyju,“ segir Bo Tao Michaelis í lok umsagnar sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes