Fékk Flintstone-bíl í afmælisgjöf

Nýi bíll soldánsins Ibrahim Sultan Iskandar er óneitanlega ansi nákvæm …
Nýi bíll soldánsins Ibrahim Sultan Iskandar er óneitanlega ansi nákvæm eftirlíking af bíl steinaldarmannsins Fred Flintstone. AFP

Malasískur soldán fékk endurgerð af bíl steinaldarmannsins Freds Flintstone í fullri stærð í afmælisgjöf. Bíll soldánsins er þó með bílvél þannig að soldáninn þarf ekki að þreyta sína konunglegu fætur með sama hætti og Fred þurfti að gera.

Soldáninn Ibrahim Sultan Iskandar frá Johor, sem er einn valda- og efnamesti soldán landsins, fékk bílinn í síðbúna afmælisgjöf frá einum frænda sinna í konungsfjölskyldunni.

Bíllinn er nokkuð nákvæm eftirlíking af bíl Flintstone, utan bílvélarinnar. Þannig hefur ytra byrði bílsins sams konar viðar- og steinútlit og upprunalega útgáfan, sem og bílþak úr taui.

Þess má geta að soldáninn er mikill aðdáandi Flintstone-teiknimyndanna og á nýi bíllinn að eignast sérstakan heiðurssess við hús í bænum Mersing, sem soldáninn lét einmitt byggja með heimili Flintstone-fjölskyldunnar í huga.

„Jabba, dabba, dú,“ sagði í færslu á Facebook-síðu soldánsins á mánudag, en sá frasi hefur ósjaldan heyrst af vörum teiknimyndahetjunnar Fred Flintstone.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson