Birgitte Bardot lýsir MeToo sem hræsni

Brigitte Bardot situr ekki á skoðunum sínum.
Brigitte Bardot situr ekki á skoðunum sínum. AFP

Franska leikkonan Birgitte Bardot segist aldrei hafa verið fórnarlamb kynferiðslegrar áreitni. Bardot hefur sína skoðun á MeToo-byltingunni og lýsir leikkonum sem hafa stigið fram sem hræsnurum og fáránlegum. Telegraph greinir frá því að Bardot hafi látið hafa þetta eftir sér í frönsku blaði. 

Bardot sem er orðin 83 ára segir að margar leikkonur gefi framleiðendum undir fótinn til þess að fá hlutverk. „Og svo, svo við tölum um þær, segja þær að þær hafi verið áreittar,“ sagði Bardot sem segir að henni hafi fundist það heillandi þegar karlmenn sögðu hana vera fallega eða með fallegan afturenda. 

Þessi mynd er frá árinu 1959 en hér sést Brigitte ...
Þessi mynd er frá árinu 1959 en hér sést Brigitte Bardot sitja fyrir í tilefni sýningar á myndinni Babette s'en va-t-en guerre AFP
mbl.is