Ed Sheeran og Cherry Seaborn trúlofuð

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. AFP

Söngv­ar­inn Ed Sheer­an trúlofaðist kærustu sinni, Cherry Sea­born, um áramótin. „Við erum mjög hamingjusöm,“ skrifaði Sheeran við mynd þar sem hann tilkynnti trúlofunina á Instagram-síðu sinni.

Sheeran og Seaborn eru æskuvinir sem hófu samband árið 2015 en hann hefur áður greint frá því að vilji eyða ævinni með Seaborn.

Auk þess hefur Sheeran sagt að hann vilji eignast börn og þegar að því kemur ætlar hann að taka sér frí frá tónlistinni.

mbl.is