Greta Salóme í Eurovision útrás

Greta Salóme hefur ekki sagt skilið við Eurovision.
Greta Salóme hefur ekki sagt skilið við Eurovision. AFP

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er meðhöfundur lags sem keppir í undankeppni Eurovision í ár í Bretlandi. Lagið heitir Crazy og er það söngkonan RAYA sem flytur lagið. 

Ásamt Gretu Salóme eru það Emil Rosendal Lei og Samir Salah Elshafie sem semja lagið. Á vef BBC  kemur fram að RAYA sé bæði fjölhæf og vön söngkona. Hún getur dansað, leikið og þeytt skífum ásamt því sem hún er sögð hafa komið fram á stórum sviðum. 

RAYA segir lagið fjalla um það þegar maður getur ekki hætt að hugsa um nýjan strák eða nýja stelpu. Lagið segir hún vera grípandi en hlusta má á lagið hér fyrir neðan. 

Það kemur í ljós hvort að Greta Salóme fari í þriðja sinn í Eurovsion þegar Bretar velja framlag sitt þann 7. febrúar en sex lög keppa um að verða framlag Breta í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson