Barnið komið en búa ekki enn saman

Kylie Jenner er ekki að flýta sér með Travis Scott.
Kylie Jenner er ekki að flýta sér með Travis Scott. AFP

Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott eignuðust barn saman í byrjun mánaðarins. Parið var ekki búið að vera lengi saman þegar barnið kom undir og er ekki að flýta sér í sambandinu þrátt fyrir að eiga barn saman. 

Jenner og Scott eru enn saman en þau búa hins vegar ekki saman. „Kylie og Travis búa ekki formlega saman. Hann á sitt heimili. Þau eru að ala barnið upp saman,“ sagði heimildamaður People  og bætti við að þau væru hamingjusöm. 

Skötuhjúin eru greinilega ekki að flýta sér og hjónaband ekki á dagskrá hjá ungu móðurinni en Jenner er aðeins tvítug á meðan Scott er 25 ára. 

Travis Scott.
Travis Scott. mbl.is/AFP
mbl.is