Gagnrýnd fyrir uppeldið

Kim Kardashian er þriggja barna móðir.
Kim Kardashian er þriggja barna móðir. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian þrífst á því að vera á milli tannanna á fólki. Upp á síðkastið hefur hún vakið athygli fyrir að birta myndir af sér fáklæddri á Instagram. Nýjasta myndin er líka ein sú umdeildasta en það er vegna þess að dóttir hennar á fimmta ári tók hana.

North litla West tók mynd af móður sinni þar sem hún er að fara úr brjóstahaldara. Keppast fylgjendur Kardashian um að efast um foreldrahæfni hennar eftir að hún birti myndina. 

Þykir mörgum Kardashian vera að ganga of langt með að draga fjögurra ára gamalt barn inn í þennan athyglissýkileik sem sumir vilja að meina að Kardashian sé að leika og þau gildi sem dóttir elst upp við. 

📸 by North

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Feb 8, 2018 at 8:44am PST

mbl.is