Heim, Kúst og fæjó og Aldrei gefast upp áfram

Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu. Ljósmynd/RÚV

Lögin þrjú sem fengu flest atkvæði í símakosningu og sem komast áfram í söngvakeppni Sjónvarpsins eftir fyrri undankeppnina eru lögin Heim í flutningi Ara Ólafsson, Kúst og fæjó með Heimilistónum og Aldrei gefast upp sem Fókus hópurinn flytur.

Fyrri undankeppnin var haldin í Háskólabíói í kvöld fyrir fullu húsi, þegar 6 lög kepptu um að komast í úrslitakeppnina sem fer fram 3. mars.

Heim

Höfundur lags:  Þórunn Erna Clausen
Höfundur texta:  Þórunn Erna Clausen
Flytjandi:  Ari Ólafsson

Kúst og fæjó

Höfundar lags:  Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)
Höfundar texta:  Heimilistónar
Flytjendur:  Heimilistónar

Aldrei gefast upp

Höfundar lags:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen
Höfundar texta:  Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff
Flytjendur:  Fókus hópurinn:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Kynnar keppninnar voru þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og  Jón Jónsson.  Sigríður Thorlacius og Valdimar stigu á stokk og sungu sigurlagið í Eurovision keppninni í fyrra „Amar Pelos Dois” í íslenskri þýðingu Hallgríms Helgasonar.

Seinni undankeppnin fer fram næsta laugardag í Háskólabíói en þá keppa lögin 6 sem eftir eru.

  1. mars keppa svo lögin sem komust áfram í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöll. 
Ljósmynd/RÚV
Ljósmynd/RÚV
mbl.is