Mættu saman þrátt fyrir skilnaðarsögur

Cheryl og Liam Payna settu upp sparisvipinn á BRIT-verðlaununum.
Cheryl og Liam Payna settu upp sparisvipinn á BRIT-verðlaununum. AFP

Tónlistarparið Cheryl og Liam Payne mættu saman á BRIT-tónlistarverðlaunin í gær, miðvikudag. Mikið hefur verið fjallað um yfirvonandi sambandsslit þeirra í breskum fjölmiðlum undafarna daga. 

Þrátt fyrir sögusagnir þess efnis að þau séu að hætta saman, að Payne leiti nú ráða hjá lögfræðingi um hvernig hann eigi að fara að og að eldheitur dúett hans við Ritu Ora hafi ekki gert ástandið betra, brostu þau á verðlaunahátíðinni og grínuðust með kynlíf sitt.

Áður en Payne flutti lagið For You úr myndinni Fifty Shades Freed var hann spurður að því hvort það væri öryggisorð ef atriðið yrði of djarft. „Hún veit hvað öryggisorðið er,“ sagði Payne og leit á barnsmóður sína. „Ekki hætta,“ sagði Cheryl þá. 

Þrátt fyrir að það hafi litið út fyrir að allt væri í himnalagi hjá parinu á verðlaunahátíðinni eru ekki allir sannfærðir. Heimildarmaður The Sun sagði að vinir parsins segðu að sambandið væri ekki á góðum stað. Sýningin sem þau settu upp á verðlaunahátíðinni væri bara plat. 

Cheryl og Liam Payne.
Cheryl og Liam Payne. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes