Ævar og Kristín tilnefnd til virtra verðlauna

Kristín Ragna Gunnarsdóttir.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Kristín Ragna Gunnarsdóttir eru tilnefnd til hinna virtu Other Words-verðlauna. 

Ævar er tilnefndur fyrir bók sína Risaeðlur í Reykjavík en Kristín fyrir Úlfur og Edda: Dýrgripurinn. Átta bækur eru tilnefndar en þær eru eftir höfunda með annað móðurmál en ensku og eru ætlaðar börnum 6 til 12 ára.

Í umsögn dómnefndar um bók Ævars segir að stíll höfundar sé frjálslegur og skemmtilegur og bókin sé mjög fyndin. Hún fjalli um að eignast nýja vini og hversu skemmtilegt það sé að ala upp risaeðlu í svefnherberginu þínu.

Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson

Dómnefnd segir að bók Kristínar sé gríðarlega skemmtileg ráðgáta og allt við söguna sé heillandi og skemmtilegt. Söguþráður sé hraður og haldi yngri lesendum vel við efnið.

Verðlaunin verða afhent 11. apríl í London.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes