Gomez og Bieber í pásu eins og vanalega

Justin Bieber og Selena Gomez.
Justin Bieber og Selena Gomez. skjáskot/Instagram

Tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber byrjuðu saman aftur síðasta haust eftir nokkurra ára aðskilnað. Nú er parið hins vegar í pásu en það er ekkert nema daglegt brauð hjá þeim. 

Móðir Gomez, Mandy Teefey, hefur ekki farið leynt með það að hún sé ekki hrifin að því af sambandi dóttur sinnar við Justin Beiber. Skoðanir Teefey eru þó ekki ástæðan fyrir því að Gomez og Bieber ákváðu að taka sér pásu samkvæmt frétt People.  

Heimildamaður People segir að þau eigi sín vandamál og eru alltaf að hætta saman og byrja saman aftur. „Það hafa verið ágreiningar, en það kæmi ekki á óvart ef þau væru byrjuð saman aftur innan viku.“

Á miðvikudaginn í síðustu viku sáust þau mæta í sömu messuna en þó ekki saman. „Þeim hefur komið illa saman og ákváðu að taka pásu,“ hafði félagi Bieber áður sagt People. 

mbl.is