Sagði nei við bónorðunum

Zayn Malik og Gigi Hadid eru hætt saman.
Zayn Malik og Gigi Hadid eru hætt saman. AFP

Tónlistarmaðurinn Zayan Malik og fyrirsætan Gigi Hadid eru hætt saman. Malik er sagður vera í mikilli ástarsorg enda var Hadid í framtíðaráætlunum hans. 

Malik og Hadid greindu bæði frá því á Twitter í gær að þau væru hætt saman. Sagði Malik að hann virti Hadid mikið og dýrkaði hana bæði sem konu og vin. Hadid sagði að hún væri þakklát fyrir ástina og tímann sem hún átti með Malik. 

Slúðurmiðillinn Hollywood Life greinir frá því að Malik sé miður sín eftir sambandsslitin, hann hafi haldið að hann myndi giftast Hadid. Heimildarmaður segir að Malik hafi beðið hennar nokkrum sinnum á meðan þau voru saman. „Zayan finnst eins og Gigi hafi ekki fundist hann fullkomlega einlægur og tók aldrei bónorðinn of alvarlega. Hann óskar þess að hún hefði sagt já við hann, en hún sagði honum að hún væri of ung og vill afreka margt á ferlinum áður en hún eignast börn,“ sagði heimildarmaður tengdur Malik. 

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem parið hættir saman en þau hættu saman í júní fyrir tæpum tveimur árum eftir sjö mánaða samband. Þau sambandsslit vöruðu þó ekki lengi og voru ekki gerð opinber líkt og nú. 

mbl.is