Lars von Trier aftur á Cannes eftir bann

Lars von Tier.
Lars von Tier. AFP

Thierry Frémaux, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, gaf í skyn útvarpsviðtali í Frakklandi að Lars von Trier myndi sýna kvikmynd sína, The House That Jack Built, á hátíðinni í ár. The guardian greinir frá þessu en fréttirnar þykja merkilegar þar sem fyrir sjö árum var danski kvikmyndaleikstjórinn settur í bann. 

Lars von Trier gerði allt vitlaust á hátíðinni árið 2011 þegar grínaðist með að vera nasisti og lýsti yfir samúð með Adolf Hilter á blaðamannafundi. Leikstjórinn var yfirheyrður og fordæmdi stjórn hátíðarinnar ummæli hans. 

Frémaux greindi frá því að verið væri að ræða stöðu von Triers og að von væri á yfirlýsingu á næstu dögum. „Ég gerði það eiginlega,“ svaraði Frémaux þegar hann var beðinn um að staðfesta að mynd von Trier yrði á dagskrá hátíðarinnar. 

Í myndinni The House That Jack Built fer leikarinn Matt Dillon með hlutverk raðmorðingja sem fremur morð á 12 ára tímabili. 

Lars Von Trier og Björk Guðmundsdóttir við frumsýningu Dancer in …
Lars Von Trier og Björk Guðmundsdóttir við frumsýningu Dancer in the Dark í Cannes árið 2000. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir