Hætt að gráta

Ariana Grande er vinsæl söngkona.
Ariana Grande er vinsæl söngkona. AFP

Ariana Grande er komin fram á sjónarsviðið aftur með nýtt lag eftir hryðjuverkaárasina fyrir utan tónleikahöllina hennar í maí á síðasta ári. Hún kynnti lagið í morgun „No Tears Left To Cry“ þar sem hún hvetur aðdáendur sína að koma út úr óttanum með sér. 

Lagið sem framleitt er af Max Martin er skemmtileg blanda af gospel söng og dans tónlist fyrir sumarið. Textinn fjallar um hvernig Grande hefur komist út úr erfiðum tíma með von um betri tíma, kærleik og bjartsýni að vopni.

Hin 24 ára gamla söngkona hefur verið að kynna tónlistarmyndbandið frá því á þriðjudag á samfélagsmiðlum sínum þar sem hún hefur verið að pósta til aðdáenda sinna að hún sakni þeirra.

Hryðjuverkaárásin hafði mikil áhrif á hana eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarin misseri. 

Með laginu reynir hún að ná til aðdáenda sinna úr sorg yfir í meiri von og biður þá um að stíga út úr óttanum með sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes