Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision

Edda Sif verður nýr stigakynnir í Eurovision í ár.
Edda Sif verður nýr stigakynnir í Eurovision í ár. Ljósmynd/Rúv

Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. Edda hefur starfað sem íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður á RÚV undanfarin ár. Hún er umsjónarmaður í Landanum og Skólahreysti og eru hluti af undirbúningsteymi fyrir umfjöllun RÚV um HM í knattspyrnu í sumar. 

Edda Sif tekur við keflinu af Björgvini Halldórssyni sem sinnti embætti stigakynnis á síðasta ári en hann er faðir Svölu Björgvinsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision 2017. Úrslitakvöldið í Eurovision fer fram í Lissabon laugardaginn 12. maí en Ari Ólafsson stígur á svið í undankeppninni þriðjudaginn 8.maí og síðari undankeppnin fer fram fimmtudaginn 10.maí.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir