Frændur okkar flugu í úrslit

Alexander Rybak mundar fiðluna í Lissabon í kvöld.
Alexander Rybak mundar fiðluna í Lissabon í kvöld. AFP

Noregur, Svíþjóð og Danmörk komust öll áfram á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í Lissabon nú í kvöld.

Þar með komust allar Norðurlandaþjóðirnar, nema Ísland, áfram í úrslitin sem fara fram á laugardagskvöld. Finnar komust áfram úr fyrri undanúrslitariðlinum á þriðjudag en Íslendingar sátu eftir með sárt ennið.

Fiðluleikarinn Alexander Rybak komst í úrslit fyrir hönd Noregs en hann flutti lagið „That´s How You Write a Song“. Rybak bar sigur úr býtum í keppninni árið 2009.

Benjamin Ingrosso flaug í úrslit með framlagi Svía „Dance You Off“ og Danir komust áfram með laginu „Higher Ground“ sem víkingasveitin Rasmussen flutti.

Þessi lönd komust áfram í kvöld: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Serbía, Moldóva, Ungverjaland, Úkraína, Ástralía, Slóvenía og Holland. 

Auk þeirra komust Aust­ur­ríki, Eist­land, Kýp­ur, Lit­há­en, Ísra­el, Tékk­land, Búlga­ría, Alban­ía, Finn­land og Írland áfram úr fyrri undankeppninni á þriðjudag. 

Spánn, Þýskaland, Ítalía, Bretland og Frakkland eiga svo alltaf fast sæti í úrslitum og gestgjafarnir, sigurvegarar síðasta árs frá Portúgal, verða einnig á stóra sviðinu á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes