Ruddist inn á sviðið (myndskeið)

Breska söngkonan SuRie.
Breska söngkonan SuRie. AFP

Maður ruddist upp á sviðið þegar SuRie frá Bretlandi flutti framlag Breta, „You decide“ í Eurovision-keppninni í kvöld. Atriðið sást ekki vel í útsendingu RÚV en Gísli Marteinn Baldursson vakti athygli á trufluninni í lýsingu sinni.

Maðurinn kom inn á sviðið, tók hljóðnemann af SuRie og hún stóð bara eftir og klappaði saman höndunum. Öryggisverðir handsömuðu manninn strax að því loknu.

Vegna þess mun SuRie flytja lagið aftur eftir að öll lögin sem keppa í úrslitum hafa lokið flutningi sínum í kvöld. Hún var níunda í röðinni af 26 atriðum.

Uppfært kl. 20.38: SuRie mun ekki flytja lagið aftur en breski hópurinn ákvað að gera það ekki af því að þau sögðust vera stolt af frammistöðunni og því væri engin ástæða til að flytja lagið aftur.

Eurovision-aðdáendur voru hundóánægðir með manninn sem truflaði SuRie. Myndskeið af þessu má sjá hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren