„Allt getur gerst“

Maðurinn sést hér á sviðinu þar sem hann tekur hljóðnemann …
Maðurinn sést hér á sviðinu þar sem hann tekur hljóðnemann af SuRie. Hún lét sem ekkert væri og klappaði saman lófunum. AFP

Breska söngkonan SuRie var stolt af sjálfri sér þrátt fyrir að hafa gengið frekar illa á úrslitakvöldi Eurovision í Lissabon í gærkvöldi. Karlmaður stökk inn á sviðið í miðju atriði hennar og tók hljóðnemann af SuRie.

„Ég hef alltaf sagt að allt geti gerst í Eurovision,“ skrifaði SuRie á Twitter eftir keppnina.

Breska atriðið hafnaði í 24. sæti af 26 lögum á úrslitakvöldinu. Fyrst var talið að SuRie myndi flytja lagið aftur en síðan sendu Bretar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að þeir myndu ekki gera það.

Maðurinn sem stökk inn á sviðið var klæddur í stuttermaskyrtu. Hann hrifsaði hljóðnemann af SuRie og samkvæmt breskum miðlum þá öskraði hann „við krefjumst frelsis“ og kvartaði undan nasistum í breskum fjölmiðlum. Öryggisverðir handsömuðu manninn þegar hann hafði verið á sviðinu í örskamma stund.

„Ég er stolt af sjálfri mér enda lagði ég mig alla fram,“ sagði SuRie að keppni lokinni í gærkvöldi en hún fékk mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes