Systir Meghan tekur ábyrgð á myndunum

Meghan Markle gengur í hjónaband með Harry Bretaprins á laugardaginn.
Meghan Markle gengur í hjónaband með Harry Bretaprins á laugardaginn. AFP

Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, sagði í sjónvarpsviðtali að hún hefði stungið upp á því að faðir Meghan færi í samstarf við ljósmyndara. Um helgina var greint frá því að Thomas Markle, faðir þeirra, hefði sviðsett myndir af sér með götuljósmyndara sem seldust fyrir háar fjárhæðir. 

Samantha sagði í viðtalinu að hún hefði viljað sýna föður sinn í jákvæðu ljósi og uppátækið hefði ekki bara átt að gagnast föður þeirra heldur líka bresku konungsfjölskyldunni.

Samönthu var ekki boðið í fyrra brúðkaup Meghan og verður ekki boðið í konunglega brúðkaupið. Í viðtalinu talar hún um systur sína á jákvæðari nótum en oft áður og segir að fjölskyldu móður Meghan hafi heldur ekki verið boðið í brúðkaup Harry og Meghan sem fram fer Windsor á laugardaginn. Sjálf ætlar hún að fylgjast með brúðkaupinu. 

Systurnar Samantha og Meghan hafa ekki talað saman síðan árið 2015 að sögn Samönthu. Þá hringdi hún í leikkonuna til Kanada þar sem hún bjó en Samantha hafði þá áhyggjur af föður þeirra sem nú er 73 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren