Gerir góðverk með auglýsingafénu

Gina Rodriguez er með hjarta úr gulli.
Gina Rodriguez er með hjarta úr gulli. mbl.is/AFP

Gina Rodriguez, sem best er þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Jane the Virgin, hefur fengið leyfi frá The CW að nota auglýsingafé fyrir Emmy verðlaunin í að gera góðverk. Hún ætlar að fjármagna fjögurra ára háskólanám fyrir unga stúlku sem enn er í framhaldsskóla.

Stúlkan, sem hefur ekki verið nafngreind, kom til Bandaríkjanna ólöglega þegar hún var barn og því er hún er ekki með tilskyld landvistarleyfi. Skólastyrkurinn frá Rodriguez mun breyta lífi hennar en að háskólanámi loknu eru meiri líkur að hún fái landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 

Emmy verðlaunin verða veitt í júlí en vikurnar fyrir viðburðinn, auglýsa þættir sem tilnefndir hafa verið sjálfa sig. Þáttaröðin Jane the Virgin verður því minna auglýst þetta árið. Rodriguez situr í skólastyrkjaráði fyrir fólk af rómönskum uppruna. Hún hefur aldrei unnið Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í þáttunum, en hún vann Golden Globe árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson