Uma Thurman sækir um sænskan ríkisborgararétt

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP

Hollywood leikkonan Uma Thurman hefur sótt um sænskan ríkisborgararétt og íhugar að flytja til Svíþjóðar.

Thurman, sem meðal annars er þekkt fyrir leik í Kill Bill myndunum, hefur oft talað um hversu stolt hún er af sænskum uppruna sínum. Amma hennar, Birgit Holmquist, var fyrirsæta frá Skáni (Skåne) í Suður-Svíþjóð. Hún bjó í Þýskalandi um tíma en flúði á uppgangstímum nasista til Mexíkó. Mamma Umu, Nena von Schlebrügge, er sænskur ríkisborgari og ólst að hluta upp í Stokkhólmi.

Uma Thurman og Levon Thurman-Hawke, en faðir hans er fyrrverandi ...
Uma Thurman og Levon Thurman-Hawke, en faðir hans er fyrrverandi eiginmaður hennar, Ethan Hawke. AFP

Hún hefur ráðið lögmann, Thomas Bodström, í að aðstoða sig við umsóknarferlið. „Hún fól mér það verkefni að sækja um sænskan ríkisborgararétt. Margir ættingja hennar eru Svíar og mamma hennar er sænsk. Hún segir að í huga hennar sé það rétt fyrir hana að vera sænsk. Hún upplifi sig sem Svía,“ segir Bodström í viðtali við Mix Mexapol útvarpsstöðina.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að Thurman vilji kaupa sér hús á Skáni enda telji hún sig Svía og hún vilji búa hluta úr ári þar.

Aftonbladet

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP
mbl.is