Eiginkona Polanski neitar akademíunni

Emmanuelle Seigner hefur verið gift Roman Polanski í 29 ár.
Emmanuelle Seigner hefur verið gift Roman Polanski í 29 ár. Wikipedia/Georges Biard

Eiginkona Roman Polanski, franska leikkonan Emmanuelle Seigner, greinir frá því í Journal du Dimanche að hún hafi hafnað boði um að verða hluti af bandarísku kvikmyndaakademíunni í mótmælaskyni við að eiginmanni hennar hafi verið vísað úr henni vegna nauðgunarmáls í Bandaríkjunum.

Banda­ríska kvik­mynda­aka­demí­an (US Aca­demy of Moti­on Pict­ure Arts and Sciences) tilkynnti í síðasta mánuði að hún hefði fjölgað félögum innan sinna vébanda um rúmlega 900 í þeirri viðleytni að auka fjölbreytnina. Kvikmyndaakademían velur meðal annars myndir fyrir Óskarsverðlaunahátíðina.

Akademían hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir einsleitni og hefur undanfarið fjölgað konum og lituðum sem mótvægi við hvíta karla sem hafa verið í miklum meirihluta hingað til.

Seigner segir í opnu bréfi í franska vikuritinu Journal du Dimanche sem kemur út á morgun að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að horfa fram hjá því að akademían hafi vísað eiginmanni hennar úr akademíunni nokkrum vikum fyrr. Eitthvað sem hún segir að hafi verið gert til þess að fullnægja tíðarandanum. Sama akademía og veitti honum Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn The Pianist árið 2003. „Forvitnilegt óminni!“ skrifar hún.

Þessi sama akademía telur örugglega að ég sé leikkona sem sé svo einstaklega sjálfhverf að gleyma því að hún hafi verið gift einum stórkostlegasta leikstjóra sögunnar í 29 ár.

Polanski, sem er 84 ára að aldri, var sakaður um að hafa byrlað þrettán ára gamalli stúlku ólyfjan áður en hann nauðgaði henni á heimili Jack Nicholson í Los Angeles árið 1977.

Hann játaði að hluta og sat 48 daga í varðhaldi áður en hann var látinn laus. Samkvæmt skjölum málsins var Polanski heitið af dómara að þessar sjö vikur sem hann dvaldi í fangelsi yrði eini tíminn sem hann myndi vera á bak við lás og slá. 

Ári síðar virðist sem Polanski hafi orðið sannfærður um að dómarinn myndi falla frá samkomulaginu og senda hann í fangelsi þannig að að hann lét sig hverfa og fór til Frakklands. Síðan þá hefur hann neitað að snúa aftur til Bandaríkjanna nema tryggt sé að honum verði ekki stungið í steininn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes