Brad Pitt með sitt á hreinu

Brad Pitt hefur að margra mati tekið ábyrgð á sínu ...
Brad Pitt hefur að margra mati tekið ábyrgð á sínu í verkefnum þeim sem hann hefur staðið andspænis að undanförnu. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Brad Pitt hefur átt erfiða tíma en hefur tekið ábyrgð á flestum þeim verkefnum sem hafa mætt honum að undanförnu. Meðal annars hefur hann tekið sig á þegar kemur að áfengi.

Það sem hefur vakið athygli aðdáenda hans að undanförnu er staðhæfing Tiffany Haddish um að þau ætli á stefnumót eftir ár ef þau verða bæði á lausu. Þetta kemur fram í frétt á E-Online. Aðspurð um af hverju eftir ár segist hún ekki vita það. Pitt hafi lagt þetta til. Ætli hann þurfi ekki þennan tíma.

Samkvæmt þessu má áætla að Pitt ætli að taka sér góðan tíma áður en hann fer allur inn í nýtt samband. Hann virðist ætla að ná tökum á hlutunum hjá sér áður en hann setur athyglina annað. Þetta er án efa góð hugmynd þar sem leikarinn er í strangri forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Angelina Jolie. 

Leikkonan Tiffany Haddish og Michael Kors saman á Tony verðlaununum ...
Leikkonan Tiffany Haddish og Michael Kors saman á Tony verðlaununum síðustu. AFP
mbl.is