Með mömmu í vinnuna

Kim Kardashian West með dóttur sinni North West á leiðinni …
Kim Kardashian West með dóttur sinni North West á leiðinni á Beautycon hátíðina. Þær eru með alveg eins hárið segir mamman í bílnum. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Kim Kardashian West mætti með dóttur sína North West fimm ára á viðburðinn Beautycon í gær. Þær voru greiddar í stíl. Kardashian systirin var klædd í tímabilsfatnaði frá Dolce & Gabbana.

Í upphafi dagsins birti Kardashian systirin orðspeki úr kirkjunni sem hún vildi nota til að hvetja fylgjendur sína áfram til vinnu og dugnaðar. 

Kardashian West virðist hafa farið í kirkju um morguninn og …
Kardashian West virðist hafa farið í kirkju um morguninn og gefur fylgjendum sínum ráð. Ljósmynd/skjáskot Instagram

North West var frekar feimin ef marka má Instagram, læðist inn og út af mynd enda kornung og án efa ekki eins vön athyglinni og mamma sín. North West prófaði nýja ilminn hennar mömmu sinnar, KKW KIMOJI sem er væntanlegur í sölu á næstu dögum.

North West að prófa KKW KIMOJI ilmvatnið hennar mömmu.
North West að prófa KKW KIMOJI ilmvatnið hennar mömmu. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Beautycon hátíðin var haldin um helgina og er markmið hennar að vekja athygli á förðunarvörum. Meginþema hátíðarinnar er að fegurð er allskonar og ekki ætti að setja fólk í kassa þegar kemur að útliti. Hver og einn ætti að fá að túlka sinn persónuleika út frá eigin brjóstviti. Fræga fólkið leggur málefninu lið líkt og sjá má með Kardashian systurina sem mætti og sýndist ánægð með þátttökuna á hátíðinni. 

Kim Kardashian West mætti í tímabilsfatnaði frá Dolce & Gabbana.
Kim Kardashian West mætti í tímabilsfatnaði frá Dolce & Gabbana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes