Kennir Meghan um ef faðir þeirra deyr

Fjölskylda Meghan er enn til vandræða.
Fjölskylda Meghan er enn til vandræða. AFP

Faðir Meghan hertogaynju sagði í gær í samtali við TMZ ekki ætla að hætta að tala við fjölmiðla fyrr en dóttir hans tekur hann aftur inn í líf sitt. Systir Meghan, Samantha Markle, er heldur ekki hætt að hrauna yfir systur sína og lét hana heyra það á Twitter. 

Samkvæmt Daily Mail tísti hálfsystir Meghan því í gær á lokuðum Twitter-reikningi sínum að nú væri nóg komið og ef faðir þeirra dæi væri það Meghan að kenna. Í öðru tísti lagði hún áherslu á að faðir þeirra væri ekki til vandræða þó svo hann elskaði dóttur sína. „Kóngafólkið er til vandræða fyrir að vera svona kalt. Þið ættuð að skammast ykkar,“ tísti hún. 

Meghan hefur ekki talað við föður sinn síðan hún gekk ...
Meghan hefur ekki talað við föður sinn síðan hún gekk í hjónaband. AFP
mbl.is