Chrissy Teigen gerði sig að fífli í tökum

Chrissy Teigen og John Legend hafa verið gift síðan 2013.
Chrissy Teigen og John Legend hafa verið gift síðan 2013. AFP

Tíu ár eru liðin síðan tónlistarmyndbandið við lag John Legend, Green Light, kom út. Í tilefni af því deildi eiginkona Legend, Chrissy Teigen, skemmtilegri sögu af sjálfri sér þegar hún kom til að fylgjast með tökum á myndbandinu fyrir 10 árum. 

Teigen og Legend höfðu kynnst árið áður við tökur á öðru tónlistarmyndbandi. Teigen var mætt í stúdíóið til að fylgjast með tökum á tónlistarmyndbandinu við lagið Green Light. 

„Síðan byrjuðu vinir John að tala um hvað konurnar væri FAAAALLEGAR“ skrifar Teigen. Hún segist hafa haldið að þau væru að þessu til að stríða henni, og eftir að hún hefur þekkt þau í 10 ár segir hún að þau haf pottþétt verið að stríða henni. „Ég var að horfa á skjáinn með öllum strákunum þegar einhver segir „sjáið þessa stelpu með John“ svo ég horfði alveg brjáluð á skjáinn og John var sko í miklum vandræðum,“ skrifar Teigen.

„Síðan hló hann að einhverju sem hún sagði. Í huga mínum var ég búin að ákveða að þau væru að eiga í heljarinnar samræðum en þau voru líklegast bara að tala um veitingarnar í stúdíóinu. Í huga mínum bað hún hann um að hafa samfarir og hann sagði já,“ skrifar Teigen. Hún segir að síðar hafi axlir þeirra snerst og þá hafi mælirinn fyllst. Teigen fór að gráta og hljóp út úr stúdíóinu og eyddi nóttinni á hóteli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes