Varstu á Uxa 95?

Þeir sem ætluðu eitthvað um verslunarmannahelgina árið 1995 skiptust í …
Þeir sem ætluðu eitthvað um verslunarmannahelgina árið 1995 skiptust í tvo hópa; fóru á Uxa eða á þjóðhátíð. Blaðamaður valdi síðarnefnda kostinn en sá smá eftir því þegar hún heyrði krassandi sögur vinanna af Uxa. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Verslunarmannahelgin 1995 er í fersku minni hjá mörgum eða alla vega hjá þeim sem fóru á UXA 95. Útihátíðin þótti afar fersk og flott en þó olli fámenni töluverðum vonbrigðum. UXI 95 var haldin við Kirkjubæjarklaustur og var fyrsta stóra alþjóðlega tónlistarhátíðin sem haldin var á Íslandi.

Margir meistarar komu fram á UXA 95, þar á meðal Svala Björgvinsdóttir söngvari og tónlistarmaður. Þar voru líka Drumclub, Prodigy, Underworld, Aphex Twin, Unun og Pál Óskar, Lhooq, Bubbleflies, SSSól og Olympiu.

Eitt af aðalnúmerunum var Björk sem var orðin heimsfræg þarna 1995. Það er sama hvað hver segir. Þeir sem mættu á UXA 95 segja að önnur eins hátíð hafi ekki verið haldin, hvorki fyrr né síðar. Með fréttinni eru myndir Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara og blaðamanns Morgunblaðsins.

Sviðsframkoma söngvara Prodigy þótti eftirminnileg.
Sviðsframkoma söngvara Prodigy þótti eftirminnileg. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Björk umvafin fjölþjóðlegum fjölmiðlamönnum á Uxa.
Björk umvafin fjölþjóðlegum fjölmiðlamönnum á Uxa. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Gjörningaklúbbur var með uppákomur víða á svæðinu.
Gjörningaklúbbur var með uppákomur víða á svæðinu. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson