Bey&Jay heiðruðu Aretha Franklin á tónleikum

Hjónin Jay-z og Beyoncé.
Hjónin Jay-z og Beyoncé. Skjáskot/Instagram

Stjörnuparið Beyoncé Knowles og Jay-Z heiðruðu tónlistarkonuna Aretha Franklin á tónleikum í Detroit í Michigan á mánudag, með því að taka lagið Respect. Franklin er alvarlega veik um þessar mundir og hvílist nú á heimili sínu í Detroit. Hún varð 76 ára á árinu en hefur ekki verið við góða heilsu síðustu mánuði. Þá hefur hún þurft að aflýsa öllum tónleikum á árinu. 

Aretha Franklin var fyrsta konan sem var tekin inn í …
Aretha Franklin var fyrsta konan sem var tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 1987.

Beyoncé og Jay-Z eru enn á tónleikaferðalagi sínu, On The Run II, og eru komin yfir til Bandaríkjanna. Þau eiga eftir að koma víða við í Bandaríkjunum og Kanada á næstu mánuðum en tónleikaferðalaginu lýkur 4. október í Seattle í Washington-ríki. 

Franklin er stundum nefnd „sálardrottningin“ en hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína í gegnum tíðina. Hún var fyrsta konan til að vera tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson