Stewart bjargaði geitum af lestarteinunum

„Okkur var sagt að þær væru þar að bíta gras,“ …
„Okkur var sagt að þær væru þar að bíta gras,“ sagði Jon Weinstan, talsmaður samgönguyfirvalda, um geitafundinn. Skjáskot/Twitter

Öngþveitið í neðanjarðarlestum New York-borgar á mánudagsmorgni er nokkuð sem flestir sem með þeim ferðast væru til í að vera án. Geitur borgarinnar virðast hins vegar vera á öðru máli, að minnsta kosti geiturnar tvær sem ollu truflun á ferðum N-línunnar í Brooklyn í gærmorgun með flakki sínu um lestarteinana.

BBC segir bandaríska grínistann Jon Stewart og Tracey konu hans hafa aðstoðað við að koma böndum á geiturnar og flytja þær í dýraathvarf í nágrenninu.

Stewart, sem er m.a. þekktur sem fyrrverandi stjórnandi The Daily Show, hefur lengi barist fyrir dýravelferð.

Samgönguyfirvöld New York-borgar, MTA, fengu símtal frá lögreglu og dýraeftirliti í gærmorgun vegna geitanna sem voru á röltinu á teinunum milli Fort Hamilton og New Utrecht-stöðvanna. „Okkur var sagt að þær væru þar að bíta gras,“ sagði Jon Weinstan, talsmaður MTA.

Starfsfólki og lögreglu tókst að koma geitunum yfir á lestarteina sem ekki voru í notkun áður en þær voru handsamaðar og fluttar á brott.

Fjallað er um geiturnar á Twitter-síðu MTA og góðlátlegt grín gert að ævintýri þeirra, þær hafi verið „Two very baaaaad boys“, eða mjög óþekkar.

Myndbandi hefur verið deilt á samfélagsmiðlum sem sýnir Stewart aðstoða við að koma geitunum um borð í flutningabíl, sem fór með dýrin í Farm Sanctuary, dýraathvarf utan borgarinnar.

Ekki liggur fyrir hvernig geiturnar komust á teinana, en fjöldi sláturhúsa er þó sagður vera í nágrenninu og eru dæmi þess að dýrum hafi áður tekist að flýja örlög sín þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren