Í innilegum faðmlögum en ekki að skilja

Julia Roberts naut þess að vera í sumarfríi með fjölskyldunni.
Julia Roberts naut þess að vera í sumarfríi með fjölskyldunni. AFP

Julia Roberts virðist hafa haft það gott í sumar með eiginmanni sínum, kvikmyndatökumanninum Danny Moder, en nýlega birti hún mynd af þeim á Instagram í innilegum faðmlögum á ströndinni. Einhverjir fjölmiðlar höfðu birt fréttir af hjónabandsbrestum en Roberts þaggaði heldur betur niður í þeim með myndbirtingunni. 

„Ó sumar, takk! Þú gerðir okkur hamingjusöm og hugrökk,“ skrifaði leikkonan meðal annars og naut þess greinilega að eyða tíma með fjölskyldu sinni í sólinni. 

Roberts birti sína fyrstu mynd á Instagram í lok júní og hefur farið varlega í notkun samfélagsmiðilsins og haldið einkalífi sínu að mestu fyrir sig. Moder hefur hins vegar verið skráður á Instagram töluvert lengur en eiginkona hans og er duglegur að birta myndir af börnum sínum og stundum eiginkonu. mbl.is