Jolie sögð nota börnin í skilnaðinum

angelina Jolie og Brad Pitt standa í skilnaði.
angelina Jolie og Brad Pitt standa í skilnaði. AFP

Leikkonan Angelina Jolie á í harðri forræðisbaráttu við leikarann Brad Pitt. Á síðustu dögum hefur Jolie sést tvisvar á stað sem götuljósmyndarar eru þekktir fyrir að halda sig á, rétt eins og hún vilji láta taka myndir af sér. 

Slúðurmiðillinn Page Six heldur því fram að ekki sé ólíklegt að Jolie sé að reyna fá jákvæða umfjöllun um sig með börnum sínum á meðan fréttir af skilnaði hennar og Pitts eru í kastljósinu. Jolie og Pitt eru sögð vera að nota fjölmiðla í auknum mæli í skilnaði sínum. 

Á sunnudaginn fór Jolie með þeim Maddox og Zahöru á stað sem stjörnur á uppleið fóru eitt sinn á til þess að láta mynda sig „alveg óvart“. Á mánudaginn fór hún aftur út á svipaðar slóðir með börnum sínum. 

View this post on Instagram

Angelina goes shopping & gets Ise cream with Pax, Sept.9, Los Angeles #joliepittsofficial_news #paxjoliepitt

A post shared by Brad Pitt & Angelina JoliePitt (@joliepittsofficial) on Sep 10, 2018 at 7:56am PDT

mbl.is