Brad Pitt svarar fyrir sig

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Leikarinn Brad Pitt vísar á bug ásökunum fyrrverandi eiginkonu sinnar, Angelinu Jolie, um að hann hafi ekki greitt sanngjarnt meðlag með börnum þeirra. Í gögnum frá lögfræðingum hans segir að Pitt hafi greitt henni yfir 1,3 milljónir dala, um 140 milljónir króna, og hafi auk þess lánað Jolie um 860 milljónir króna til að kaupa hús.

Í gögnum sem lögfræðingar Jolie hafa lagt fram í skilnaðarmáli þeirra segir að Pitt hafi ekki greitt meðlag „svo heitið geti“ frá því að hún sótti um skilnað árið 2016. Lögmenn Pitt halda því hins vegar fram að kröfur hennar séu tilraun til hafa áhrif á fjölmiðlaumræðuna, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Jolie og Pitt hófu ástarsamband sitt árið 2005 og giftu sig árið 2014. 

mbl.is