Var með allt of mikið áfengi í blóðinu

Amy Winehouse hefði orðið 35 ára í dag hefði hún …
Amy Winehouse hefði orðið 35 ára í dag hefði hún lifað. mbl.is

Í dag hefði söngkonan Amy Winehouse orðið 35 ára. Winehouse fæddist 14. september árið 1983 og lést hinn 23. júlí árið 2011 úr áfengiseitrun. Til að heiðra minningu hennar minnir Fólkið almenning á mikilvægi þess að fólk í fíkn leiti sér aðstoðar. Fíknsjúkdómurinn finnst í öllum stéttum. Það er til lausn.

Samkvæmt E News átti söngkonan aldrei auðvelt með frægðina. Hún notaði sönginn til að tjá sig og átti um langt skeið í erfiðleikum með áfengi og eiturlyf. Fleiri þekktir söngvarar hafa gengið sama veg. Þar sem frægðin hefur nánast orðið hindrun í að þau fái bata. Witney Houston er dæmi um slíkt. 

Eins og fram kemur í umfjöllun E News var Winehouse reglulega undir eftirliti lækna. Hún fór í meðferð en virðist ekki hafa fengið svigrúm eða getu til að sinna batanum sínum þannig að hún gæti haldið fíknisjúkdómi sínum í skefjum.

Winehouse dó úr áfengiseitrun eins og fyrr segir. En magn áfengis í blóði hennar var 0.416. Banvænt magn áfengis í blóði er 0.35.

Umræðan um fíkn innan breska tónlistariðnaðarins hefur verið áberandi að undanförnu. Music Support  veitir fólki með fíkn innan tónlistariðnaðarins aðstoð svo dæmi séu tekin. Það er vel þekkt að tónlistarfólk fari seint af stað að leita sér aðstoðar vegna fíknar sinnar.  

Það er til mikils að vinna að skapa vitundarvakningu innan tónlistariðnaðarins. Sér í lagi þar sem ungt fólk verður fyrir áhrifum af tónlist. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur komið fram  sú gagnrýni, að Þegar tónlistarfólk er í fíkn og er að syngja um hvernig skaðleg efni hjálpa þeim, getur það valdið misskilning hjá óþroskuðu ungu fólki. Fjölmargir þekktir söngvarar hafa látist á undanförnum árum úr ofskammti áfengis eða eiturlyfja.

Ef þú ert í fíkn og vilt lausn. Getur þú haft samband við SÁÁ. Þú ert ekki ein/einn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson