Tjáir sig um sambandið við Tom Cruise

Nicole Kidman var gift Tom Cruise á tíunda áratug síðustu ...
Nicole Kidman var gift Tom Cruise á tíunda áratug síðustu aldar. mbl.is/AFP

Nicole Kidman tjáir sig afar sjaldan um yfir tíu ára langt hjónaband sitt og Tom Cruise en þrátt fyrir það gerði hún það í nýju viðtali við The Cut. Í viðtalinu segist hún vera treg til að tala um Cruise þar sem hún er nú gift stóru ástinni sinni, tónlistarmanninum Keith Urban. 

Kidman segist hafa giftst Cruise vegna þess að þau voru ástfangin. Hún segist þó ekki hafa öðlast vald við það að giftast svona stórri Hollywood-stjörnu. Hún fékk vernd. Kidman vill meina að hjónaband sitt og Cruise hafi komið í veg fyrir að hún hafi verið beitt kynferðislegri áreitni. 

Kidman og Cruise voru búin að ættleiða tvö börn þegar þau tilkynntu um skilnað sinn árið 2001 eftir 11 ára langt hjónaband. Kidman segist hafa þurft að fullorðnast þegar hjónabandinu lauk en þá var hún 33 ára.

Tom Cruise og Nicole Kidman giftu sig árið 1990 og ...
Tom Cruise og Nicole Kidman giftu sig árið 1990 og skildu árið 2001. AFP
mbl.is