Kloss og Kushner gift

Karlie Kloss gifti sig í gær.
Karlie Kloss gifti sig í gær. AFP

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss og viðskiptamaðurinn Joshua Kushner gengu í það heilaga í New York-ríki í gærkvöldi. Kloss og Kushner hafa verið í sambandi síðan árið 2012 en tilkynntu um trúlofun sína í júlí síðastliðnum. 

Parið eyddi því aðeins um þremur mánuðum í að skipuleggja athöfnina, en tæplega 80 manns var boðið í brúðkaupið. Kloss klæddist sérhönnuðum kjól frá Dior.

Kloss hefur starfað sem fyrirsæta síðastliðin ár en hún var nærfataengill hjá Victoria's Secret árin 2011-2015. Hún tók sér síðar pásu frá fyrirsætustörfunum og lagði stund á tölvunarfræði við New York-háskóla. Hún hefur haldið námskeið fyrir ungar stúlkur sem vilja læra að skrifa kóða fyrir vefsíður.

Joshua Kushner er bróðir lögfræðingsins Jared Kushner, sem er tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið ósköp þreytandi að hlusta á sjálfshól annarra. Morgundagurinn verður betri en dagurinn í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið ósköp þreytandi að hlusta á sjálfshól annarra. Morgundagurinn verður betri en dagurinn í dag.