Tónleikar Sinfóníunnar í beinni

Japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov …
Japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Ljósmynd/SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í óðaönn að undirbúa sig fyrir tónleikaferðalag til Japans í lok mánaðarins. Tónleikar sveitarinnar í kvöld eru upptaktur að ferðalaginu og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér: 

Á tónleikunum, sem hófust klukkan 19:30, hljómar Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson og sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Einnig leikur japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii hinn undurfagra píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov. Hljómsveitarstjóri er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Í lok október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans með Vladimir Ashkenazy og Nobuyuki Tsujii. Haldnir verða tólf tónleikar og leikið í flestum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Tónleikarnir fara fram í glæsilegum tónleikahöllum, en í Japan eru fjölmargar slíkar, meðal annars í Kawasaki Symphony Hall, Hamamatsu Concert Hall og Tokyo Opera City Concert Hall. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson