Hvað er mamma Katrínar að plotta?

Móðir Katrínar hertogaynja hefur verið áberandi í breskum fjölmiðlum í ...
Móðir Katrínar hertogaynja hefur verið áberandi í breskum fjölmiðlum í vikunni. AFP

Móðir Katrínar hertogaynju, Carole Middleton, er til viðtals í tveimur viðtölum sem birtust á dögunum. Veltir áhugafólk um konungsfjölskylduna tímasetningunni fyrir sér. Af hverju hún er svona málglöð þessa dagana? Frú Middleton hefur ekki mætt í viðtöl síðan þau Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011. 

Frú Middleton ræðir meðal annars um feril sinn í Good Housekeeping og um jólin og fjölskyldu sína í The Telegraph

Á vef Daily Mail er þeirri spurningu kastað fram hvort Middleton sé aðeins að auglýsa fyrirtæki fjölskyldu sinnar eða hvort þetta tengist því að mikið hefur verið fjallað um ágreining Katrínar hertogaynju og Meghan svilkonu hennar. Bæði viðtölin birtust nokkrum dögum eftir að Buckingham-höll neyddist til þess að tjá sig um að ekkert hefði komið upp á milli þeirra Katrínar og Meghan sem hefði valdið því að samband bræðranna Harry og Vilhjálms versnaði. 

Gamall fjölskylduvinur segir að Middleton hefði ekki farið í viðtölin ef því hefði verið mótmælt. Hún hafi staðið sig vel í öll þessi ár að rugga ekki hinum konunglega báti og hefði líklega fengið samþykki fyrir viðtölunum. 

Fram kemur að Katrín hafi sent móður sinni skilaboð fyrir aðra myndatökuna. Annar heimildarmaður náinn fjölskyldunni segir að þrjátíu ára afmæli veisluaðfangafyrirtækis Middleton-fjölskyldunnar í ár hafi verið ástæðan. Tímasetningin hafi hins vegar skipt Middleton miklu máli þar sem hún vildi ekki draga athyglina frá viðburðum tengdum konungsfjölskyldunni. 

Carole og Michael Middleton.
Carole og Michael Middleton. AFP
mbl.is